Mánudagur 21.11.2011 - 08:33 - 1 ummæli

Stjórnarskrárfrumvarpið fullskýrt?

Gísli Tryggvason er að ljúka mikilvægu verkefni en hann hefur undanfarna 112 daga ritað daglega skýringar við eina grein stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs sem hann sat í . Skýringarnar hafa yfirleitt verið afar skýrar og veita almenningi mikilvæga innsýn í tillögu stjórnlagaráðs að stjórnarskránni.

Gísli skýrir líka sína afstöðu til hinna ýmsu greinar frumvarpsins. Það er því gott að vera saman skýringar Gísla og þær skýringar sem fylgja frumvarpi stjórnlagaráðs.

Það verður spennandi að sjá hvernig Alþingi mun klára umfjöllun sína um fyrirliggjandi frumvap stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. En eins og fram hefur komið er þar að finna gæslumenn sérhagsmuna sem berjast gegn því að þjóðin fái að greiða atkvæði um frumvarpið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Já, það á að leyfa framsal fullveldis Íslands, í andstöðu við núverand stjórnarskrá, vegna ESB-geðbilunar Samspillingarinnar.
    Afsakað með EES-samningnum og öðru, og að við fengjum sko þá að greiða atkvæði um ESBaðlögunarsamninginn. Jibbíjei, hvað þetta er alveg frábært!! Við fáum að greiða atkvæði í bindandi kosningum, í stað ráðgefnandi, og þess vegna skulum við gjörbreyta kjarna Stjórnarskrá Íslands.

    Það á að henda þessu skjali í ruslið. Dómstólarnir skipuðu að það yrði gert, en það var bara óhlýðnast og farið fram hjá. Það þarf sko að hafa ESB-vit fyrir þjóðinni, sem skilur ekki hvað hamningjan er yndislegt (sérstaklega fyrir Össur og Co.) í Brussel.

    Já, átti ekki að breyta líka um kvótakerfi? Ænei, ESB er að taka upp íslenska kvótakerfið, eins yndislegt og það er, þannig að Samspillingin tók U-beygju í því máli, auðvitað.

    Og hvað ég get ekki beðið eftir næstu kosningum þegar þessu ESB-pakki verður hent út úr Alþingi. Vonandi koma fram ný framboð, en annars bara Sjálftökuflokkinn. Betri er innlend spilling en erlend yfirráð og erlend spilling.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur