Sunnudagur 20.11.2011 - 16:33 - 11 ummæli

Ný ríkisstjórn Samfó og Sjalla?

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði með óyggjandi hætti að draga skuli umsókn að Evrópusambandinu til baka. Þessi niðurstaða verður líklega til þess að bjarga Sjálfstæðisflokknum frá klofningi. En hvað liggur að baki?

Er kannske ný ríkisstjórn Samfó og Sjalla í uppsiglingu með Bjarna Ben sem utanríkisráðherra?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Leifur A. Benediktsson

    Svar við þessari spurningu þinni er klárlega NEI. Hatrið á Samfó ristir það djúpt að það er ekki möguleiki.

    Landsdómsmálið og brottrekstur ,,píslavottsins“ úr stól Seðlabankans nístir í gegnum merg og ökklabein.

    FLokkurinn er með mynni fílsins,og á meðan DO er meðal vor er þetta útilokað. Gleymdu því.

  • Jón Sig.

    Nú fer um Framsóknarfjósið hrollur mikill!

    Kanski Samfó og Sfl. fari saman eftir næstu kosningar… og Framsókn fjari enn frekar út…

  • Magnus Björgvinsson

    Sé nú ekki alveg að fundurinn hafi hafnað því að hætta viðræðum. Ég sá hlé á viðræðum sem það nákvæmlega sama. Því að ESB bíður væntanleg ekki bara á hliðarlínunni ef við förum að gera hlé á viðræðum um óákveðinn tíma. Þeir leggja þá í staðinn næstu ár áherslur á aðrar þjóðir sem sem eiga umsókn eða hætta alveg aðildarviðræðum þar sem uppi eru raddir um að draga úr stækkun ESB um sinn.

  • Þorlákur Axel

    Út frá sjónarhóli okkar samfylkingarmanna er tilboð VG betra – að gera aðildarsamning og kjósa um hann.
    Öruggur meirihluti er fyrir þessari stefnu á Alþingi þannig að Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki þurfa að móta neina stefnu í Evrópumálum frekar en hingað til – þjóðin mun ákveða stefnuna.

  • Hallur þér er farið að förlast í pólitískum bollaleggingum, ekki bara aðeins heldur verulega. Hvernig getur þér dottið í hug að Sjálfstæðisflokkur fari að fara í stjórn með Samfylkingu án kosninga? Hitt er svo enn vitlausara að láta sér detta í hug að Bjarni Ben færi í stjórn með Samfylkingu upp á að láta Jóhönnu vera forsætisráðherra. Algjörlega út í hött og ef Bjarni gerði slíkt þá mundi nú fyrst fjara algjörlega undan honum. Bjarni hefði ekki unnið kosningu til formanns nema af því að Davíð Oddsson lagðist á árarnar með honum. Davíð Oddsson á eftir að ná fram hefndum fyrir brottreksturinn úr Seðlabankanum og stuðningsmenn Geirs Haarde muna Landsdómsmálið lengi, lengi. Ef Jóhanna kveður stjórnmálin án þess að gera upp þær erfðasyndir þá munu þeir verknaðir hvíla á Samfylkingunni í áratugi enn og færa þínum gamla flokki aukna þyngd við stjórnarmyndanir.

  • Það eru nákvæmlega engar líkur á að Sjálfstæðisflokkurinn fari með samfylkingu í ríkisstjórn á næstu árum. Stefna flokkanna er eins ólík og hún getur orðið.

    Viðskilnaður Samfylkingar við Sjálfstæðisflokkinn þegar flokkarnir störfuðu saman síðast var heldur ekki með þeim hætti að einhver faðmlög séu í vændum. Gleymum því ekki að Samfylking setti Sjálfstæðisflokki afarkosti, á þeim tímapunkti þegar ríkisstjórnin þurfti að standa saman. Kröfurnar voru þessar:

    a) Samfylking fengi forsætisráðuneytið
    b) Ríkisstjórnin setti ESB aðild á dagskra
    c) Davíð Oddsson yrði gerður brottrækur úr starfi

    Datt virkilega einhverjum heilvita manni það í hug að Samfylking væri í aðstöðu á þessum tímapunkti til að setja samstarfsflokki afarkosti? Ætli þessi framkoma sé gleymd og grafin Sjálfstæðismönnum? Líklega ekki.

    Núverandi ríkisstjórn er sú óvinsælasta í Íslandssögunni, óvinsældunum virðist engin takmörk sett. 30% fylgi víð ríkisstjórnina í síðustu könnun eru tölur sem talar sínu máli. Það vill enginn vinna með þessum flokkum.

    Hvað samfylkingu varðar, þá á sá flokkur fáa kosti í stöðunni aðra en þá að trekkja upp ný framboð, kannski Besta Flokkinn eða eitthvað annað dót.

    Sjálfstæðisflokkurinn verður að bíða og sjá hversu lengi ríkisstjórnin vill að fólkið í landinu engist um. Stundum vill þetta fólk verða þaulsetnara á valdastólum en góðu hófi gegnir.

    Steingrímur J. Sigfússon á þá frægu línu „alþingi kaus þetta“ og átti þá við að ESB aðildarviðræðurnar væru í boði alþingis, en ekki VG. Nú virðast sífellt fleiri allaballar að uppgötva að það var ekki alþingi sem kaus þetta, heldur þingmennirnir sem kjósendur VG kusu til að passa upp á þetta. Þá er hætt við að þessu ríkisstjórnarsamstarfi fari nú fljótt að ljúka.

  • Leifur A. Benediktsson

    Joi,

    Þú ert draumóramaður, og það eru akkúrat engar líkur á að FLokkurinn komist til valda á næstu árum.

    Flokkurinn er eins og illa hirt svínastía. Meðan svo er vill enginn vinna með fólki sem angar af skítalykt fortíðar.

    Halelújasamkoma FLokksins var í algerri upplausn. Gömlu Hrunkóngarnir mærðir, og gráklökkur Formaðurinn gerði sig að fífli.

    FLokkurinn þinn er samansafn af fólki sem neitar að horfast við fortíðina og viðurkenna afdrifarík mistök sín og foringja sinna.

    Ný framboð munu koma fram, og þá er næsta víst að FLokkurinn fær að kenna á því eins og aðrir FLokkar í komandi kosningum.

    Til framtíðar verður FLokkurinn þinn með ca. 20-25% fylgi í mesta lagi. Og þá er vel í lagt,á meðan Vafningskappinn leiðir FLokkinn, er borin von að hann fái meira fylgi.

    Þið hefðuð betur kosið Hönnu Birnu til formanns. Á henni eru engir Vafningar fortíðar að vefjast um hana.

  • Pétur Örn Björnsson

    Sá stórskemmtilegi penni, Jóhannes Ragnarsson, fer á kostum sem oftast áður. Líf og fjör hjá tómum jakkafötum með bindi:

    http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/1206103/

  • hægan nú Leifur Looser. Þú mátt ekki firrast svona við þó andstæðingurinn haldi glæsilegan landsfund, þar sem tekist er á. Meira segja kosið um formann landsfund eftir landsfund. Ekkert endurnýtt dót þar á bæ.

    Auðvitað koma ný framboð fyrir næstu kosningar. Annað væri eitthvað óeðlilegt. Hvort sem það mun heita Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki, Samfylking, Fylkinging, Kvennalistinn, Samtök Fullveldissinna, Öfgasinnaðir Jafnaðarmenn, Kommúnistaflokkurinn, Besti flokkurinn, Samtök frjálslyndra vinstri manna eða eitthvað annað, þá endast slíkir flokkar yfirleitt ekki mjög lengi. Það hefur sýnt sig að fáir þessara flokka komast inn á þing, þeir sem komast á þing klofna oftast stuttu eftir að þeir hefja starfsemi.

  • Leifur A. Benediktsson

    Joi,

    Y´re the looser!

    FLokkurinn þinn alltumlykajndi er í skotsárum og fortíðarþrá ykkar er grátbrosleg.

    Við lifum breytta tíma og ykkur er gjörsamanlega fyrirmunað að gera upp fortíðina,það mun reynast ykkur dýrkeypt í komandi kosningum.

    Ég fyrrist alls ekki neitt Joi,ég er einfaldlega glaður í sinni mínu. Glæsilegur landsfundur segir þú,ég er meira á því að almenningur líti á þessa samkomu sem uppistand grínista fortíðar.

    Þar sem draugar fortíðar eru dregnir fram og mærðir. Davíð Oddsson átti salinn og fór með gamanmál og níð um skúringarfólkið. How low can you go?

  • Hannes I. Hallgrímsson

    Ég tel að stjónarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sé útilokað, einfaldlega vegna þess að ekkert traust er til Samfylkingarinnar af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

    Þessi atriði vegar þar þyngst:

    1. Samfylkingin sveik stjórnarsáttmálan frá 2007 þess efnis að ESB-aðild yrði ekki á dagskrá.
    Strax og Samfylkingin var komin í stjórn var samt sem áður farið að tala fyrir ESB-aðild og upptöku Evru af málsmetandi Samfylkingarfólki, bæði utan sem innan stjórnar, og hamrað á þessu alveg út stjórnarsamstarfið.

    2. Samfylkingin hefur drullað yfir Sjálfstæðisflokkinn alveg frá hruni og kennt h0num alfarið um allt það sem aflaga fór hér fyrir og í hruninu.

    3. ESB-aðild er ekki að dagskrá hjá Sjálfstæðisflokknum, nokkuð sem Samfylkingin getur ekki sætt sig við.

    4. Samfylkingin vill að Sjálfstæðisflokkurinn taki alfarið upp stefnuskrá þeirra og það alveg skilyriðslaust.

    5. Samfylkingin vill að Sjálfstæðisflokkurinn viðurkenni að hrunið sé alfarið þeim að kenna.

    6. Sjálfstæðisflokkurinn efast um heilindi Samfylkingarinnar í atvinnumálum, sérstaklega orkunýtingu og stóriðju.

    7. Samfylkingin sveik Sjálfstæðisflokkinn tryggðum á ögurstundu í hrunina og sleit einhliða stjórnarsamstarfinu til þess eins að mynda vinstristjórn. Unnið hafði verið að þessu milli Samfylkingar og VG allt haustið 2008.
    Slíkt er erfitt að fyrirgefa og síst fallið til að skapa traust.

    8. Samfylking og hækja þeirra, VG, ákváðu að sækja Geir einan til saka fyrir hrunið og er litið svo á að um pólitísk réttarhöld sé að ræða.
    Slíkt er erfitt að fyrirgefa Samfylkingunni.

    9. Vegna pólitísks haturs Samfylkingarinnar á Davíð Oddssyni, var ákveðið að bola honum burtu úr Seðlabankanum með valdi þar sem sérlög voru sett með pólitísku ofbeldi.

    Hvernig í ósköpunum dettur þessum fábjánum í Samfylkingunni í hug að Sjálfstæðismenn vilji fara í stjórnarsamstarf með þeim í ljósi þessara 9 atriða sem ég hef listað upp hér að ofan?

    Heldur þetta lið í Samfylkingunni að nú komi Sjálfstæðismenn fagnandi með opinn faðminn til þeirra og hafi barasta gleymt öllu sem að á undan er gengið?

    Út frá þessu fæ ég ekki séð að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað stjórn með Samfylkingunni.
    Hversvegna ætti Sjálfstæðisflokkurinn annars að gera það eftir það sem á undan er gengið miðað við ofangreind 9 atriði?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur