Þriðjudagur 30.01.2018 - 10:50 - Rita ummæli

Neyð í boði Samfó, Framsóknar, VG og Sjalla

Núverandi neyðarástand í húsnæðismálum er í boði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.  Aðgerðarleysi þessara tveggja ríkisstjórna hafa skapað þetta ástand þar sem vantar 17 þúsund nýjar íbúðir. Það versta er að ástandið var fyrirsjáanlegt og að fyrir lágu tillögur til að koma í veg fyrir það í húsnæðismálaráðuneyti Árna Páls Árnasonar á vordögum árið 2010.  Þeim tillögum skolaði út með baðvatninu þegar Árna Páli var hent út sem félags- og húsnæðismálaráðherra.

Eftirmenn Árna Páls bæði úr Samfylkingu og síðar Framsókn var í lófa lagið – ásamt ríkisstjórnunum – að grípa til aðgerðar. Það var ekki gert þannig að fyrirséð og óþarfa neyðarástandi skapaðist. Í boði Samfylkingar, Framsóknar, VG og Sjálfstæðisflokks.

Það er bara staðreynd málsins …

Sjá stöðu mála í skýrslu Íbúðalánasjóðs – sem reyndar brást einnig hlutverki sínu á þessum árum hvað varðar húsnæðismarkaðinn. Vitrænar aðgerðir sjóðsins hefðu getað komið í veg fyrir ástandið, einföld reglugerðarbreyting hefði getað bjargað miklu á sínum tíma:

„Íbúðum þyrfti að fjölga um samtals 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi…“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fimm? Svar:

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur