Færslur fyrir febrúar, 2013

Þriðjudagur 26.02 2013 - 06:48

Sjálfstæðisflokkurinn er patt!

Sjálfstæðisflokkurinn er patt í íslenskri pólitík eftir landsfund sinn um helgina.  Samningsstaða flokksins gagnvart eina mögulega samstarfsaðila sínum – Framsóknarflokknum – er afar veik. Hörð andstaða landsfundarins gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu gerir það að verkum að samstarf við Bjarta framtíð og Samfylkingu er varla inn í myndinni. Hvað þá samstarf við VG sem vil klára […]

Sunnudagur 24.02 2013 - 17:32

Ruglið í rannsóknarnefnd Alþingis

Þær ætla að verða langlífar rangfærslurnar hjá rannsóknarnefnd Alþingis varðandi áhrifa breytinga sem gerðar voru á Íbúðalánasjóði árið 2004 og tilkomu svokallaðra 90% almennra lána sem var kosningamál Framsóknarflokksins. Reyndar urðu 90% almenn íbúðalán Íbúðalánasjóðs aldrei að veruleika á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem sjóðurinn hætti að lána 90% lán um mitt ár 2004. Nú er […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 19:08

Saari styrkir stjórnarflokkana

Þór Saari virðist ekki með langt pólitískt nef. Vantrauststillaga á ríkisstjórnina í dag er vanhugsuð vitleysa. Verði vantraust samþykkt mun það styrkja núverandi stjórnarflokka verulega fyrir komandi kosningar. Almenningur veit að það er ekkert nema fíflagangur að hrekja ríkisstjórnina frá rétt fyrir boðaðar kosningar. Ríkisstjórnin getur hvort eð er ekki gert mikið meira af sér […]

Mánudagur 18.02 2013 - 13:15

Duld um gluggaskraut

Myndlíking Morgunblaðsins yfir Katrínu  Thoroddsen Jakobsdóttur verðandi formanns VG er skiljanleg . Katrín er einstaklega falleg, klár og sjarmerandi kona. Kona sem eldri karlmenn vildu gjarnan hafa hjá sér sem gluggaskraut enda eru þeir af kynslóð sem vandist því að hafa konuna bak við eldavélina. Myndlíkingin er því greinilega duld útbrunnins karlmanns sem saknar þess tíma þegar hann […]

Laugardagur 16.02 2013 - 16:50

Hott hott allir mínir hestar!

Íslenskir hrossabændur eiga nú frábært tækifæri til að grysja  íslenska hrossastofninn eins og mikil þörf er á. Það er allt of mikið af bykkjum nagandi dýrmæta beitarhaga. Það hefur aldrei verið betra tækifæri til að markaðssetja íslenskt hrossakjöt í Evrópu en nú. Það er nefnilega svo einkennilegt að „hrossakjötsskandallinn“ í Findus frosnu lasagnja hefur opnað […]

Sunnudagur 10.02 2013 - 23:35

Innri launamunur hjúkrunarfræðinga

Það er einfalt að „ljúga“ með meðaltölum. Á dögunum birtust tölur frá ríkinu um meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga. Tölurnar sýndu miklu mun hærri dagvinnulaun en flestir hjúkrunarfræðingar þekkja. Ástæðan er líklega einföld. Deildarstjórar og stjórnendur enn ofar í valdapýramídanum eru með miklu hærri daglaun en almennur hjúkrunarfræðingur. Þegar ríkið gefur út tölur um meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga þá eru […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 21:29

Glapræði ASÍ húsbréfa

Það er glapræði að taka „danska“ húsbréfakerfið upp á Íslandi meðan við búum við gjaldeyrishöft, ónýtan gjaldmiðil og nánast gjaldþrota, yfirveðsett heimili. Því það er nánast öruggt að innleiðing „danska“ húsnæðiskerfisins mun leiða af sér háa raunvexti á húsnæðislánum líkt og tíðkuðust í íslenska húsbréfakerfinu þar sem vextir voru yfirleitt um og yfir 6% og allt […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 15:08

Lihkku beivviin!

Lihkku beivviin! Það er þjóðhátíðardagur Sama í dag. Samar halda uppá 6. febrúar í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þeir minnast 6.febrúar 1917 þegar Samar frá öllum þessum löndum söfnuðust til Þrándheims til að halda fyrsta landsþing sitt. Landsþing þar sem þeir skilgreindu sig sem eina þjóð þvert á landamæri. Við Íslendingar gleymum stundum þessar Norðurlandaþjóð. […]

Laugardagur 02.02 2013 - 08:58

Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir er að stíga sín síðustu skref í stjórnmálum eftir langan og viðburðaríkan feril. Hvað sem fólki finnst um þá pólitík sem Jóhanna hefur staðið fyrir þá verður ekki frá henni tekið að hún hefur gefið líf sitt og sál í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. Því Jóhanna er hugsjónamanneskja. Ég hef átt nokkur samskipti […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur