Færslur fyrir ágúst, 2013

Fimmtudagur 22.08 2013 - 23:36

Norsk sýn á félagslegt frjálslyndi

Í áratugi hef ég aðhyllst félagslegt frjálslyndi. Mitt grunnstef í stjórnmálum lagði ég árið 1986 í setningu sem ég hef ekki kvikað frá: „Frelsi með félagslegri ábyrgð“. Þetta grunnstef er einnig að finna í grunnsáttmála hins frjálslynda miðjuflokks Venstre í Noregi sem nú er í miðri kosningabaráttu í Noregi. Hjá þeim er það svona: 1. […]

Þriðjudagur 20.08 2013 - 15:56

Að sjálfsögðu þjóðaratkvæði

Að sjálfsögðu á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald eða áframhald ekki á aðildarviðræðum að Evrópusambandinu. Að sjálfsögðu á sú atkvæðagreiðsla að fara fram samhliða komandi sveitarstjórnarkosningum. Að sjálfsögðu á að halda áfram aðildarviðræðum ef sú verður niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Að sjálfsögðu á að slíta aðildarviðræðum að Evrópusambandinu verði það niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Að sjálfsögðu þarf að fá […]

Mánudagur 19.08 2013 - 18:29

Gunnar Bragi í gapastokknum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra situr nú í gapastokknum eftir að Árni Páll Árnason beindi að honum fáeinum spurningum um stöðu aðildarviðræðna að Evrópusambandinu! Ekki vegna þess hvaða skoðanir Gunnar Bragi hefur á aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þær hafa alla tíð verið skýrar. Hann vill bara alls ekki ganga í Evrópusambandið og vill gera allt til […]

Fimmtudagur 15.08 2013 - 09:22

Skerum niður RÚV

Það á að skera verulega niður í rekstri RÚV og endurskipuleggja fyrirkomulag við gerð dagskrárefnis fjámögnuðu af opinberu fé. Ekki vegna þess að Vigdís Hauksdóttir er ekki sátt við fréttaflutning Ríkisútvarpsins og umfjöllun Spegilsins. Heldur vegna þess að Ríkisútvarpið getur uppfyllt hlutverk sitt með miklu minni umsvifum en nú eru hjá þessari ágætu ríkisstofnun.

Miðvikudagur 14.08 2013 - 19:29

Bezti og Næstbestiflokkurinn

Það kemur ekki á óvart að Bezti flokkurinn bjóði aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Fólkið sem í honum starfar hefur sýnt það og sannað að það á fullt erindi í íslensk stjórnmál.  Það hefur staðið sig vel. Borgarstjórinn hefur náð fram markmiðum sýnum um að nýta stöðu sína fyrir mikilvæga samfélagsgagnrýni sína eins og ég […]

Laugardagur 10.08 2013 - 23:06

Aðlögun Sviss að ESB

Sviss ákvað að taka ekki þátt í EES.  Sviss ákvað að taka ekki þátt í  ESB. Sviss hefur hins vegar nánast aðlagað allt sitt regluverk að ESB. Án IPA styrkja. Ísland er í EES. Ísland hefur ekki aðlagað regluverk sitt að regluverki ESB.Og vill ekki IPA styrki til þess.

Miðvikudagur 07.08 2013 - 09:50

Vanstilltir „vinir“ Gnarr

Vanstilltir „vinir“ Jóns Gnarr borgarstjóra hafa verið að missa sig yfir pistlakorni sem ég skrifaði á dögunum.  Í pistlinum er ég að hrósa borgarstjóranum fyrir það hvernig honum hefur tekist að brjótast út úr hefðbundnu hlutverki borgarstjóra til að koma mikilvægum og umdeildum skoðunum sínum á framfæri til að vekja afar nauðsynlega umræðu um margvísleg […]

Föstudagur 02.08 2013 - 17:46

Hirðfíflið Jón Gnarr

Jón Gnarr er ekki hefðbundinn borgarstjóri þótt hann beri það starfsheiti. Jón Gnarr er miklu frekar hefðbundið hriðfífl eins og þau gerðust best við hirðir einvalda fortíðar. Það er stærsti kosturinn við borgarstjóran Jón Gnarr. Sem betur fer fyrir Reykvíkinga þá er fullt af hæfu fólki kring um borgarstjórann Jón Gnarr til að sjá um […]

Höfundur

Hallur Magnússon
Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál.

Heldur upp á eftirfarandi vísu:

"Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun."

Séra Baldur segir að Hallur sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!
RSS straumur: RSS straumur