Færslur fyrir júní, 2013

Fimmtudagur 13.06 2013 - 21:31

Ísland er háð ESB

Margir eru auðvitað nokkuð hugsi þegar leiðtogar okkar, forseti og ríkisstjórn, sýna Evrópusambandinu fingurinn. Meirihluti Alþingis samþykkti að óska eftir viðræðum við ESB um mögulega aðild Íslands að sambandinu. Það var ekki ESB sem bað okkur um að koma í liðið. ESB hefur hins vegar tekið málaleitan Íslands vel og af sanngirni og kurteisi. Nú […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 11:32

Er Orkuveitan andvíg orkuveitu?

Í framhaldi af fréttum af vanda við orkuvinnslu í Hellisheiðavirkjun er nú komið upp hið furðulegasta mál. Fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson, sakar núverandi stjórnendur Orkuveitunnar um að standa í herferð gegn álverum, í anda róttækra umhverfisverndarsinna. “Þetta er þáttur í baráttu gegn alþjóðafyrirtækjum á heimsvísu, sem mér þykir öll umhverfisumræða hér lituð af”, […]

Mánudagur 10.06 2013 - 23:39

Mikilvægi skuldaafskrifta – sérstaklega á Íslandi

Eitt af því sem fylgir bóluhagkerfum og fjármálakreppum er verulega aukið skuldastig, bæði í einkageira og opinbera geiranum. Þetta hafa fjármálasérfræðingarnir Carmen Reinhart og Kenneth Rogoff sýnt á skýran hátt í tveimur nýlegum bókum, This Time is Different (frá 2009) og Decade of Debt (2010), þar sem þau greina frá miklum rannsóknum á helstu fjármálakreppum […]

Sunnudagur 09.06 2013 - 16:47

Ný sögufölsun um skuldir þjóðarbúsins

Eftir hrun hefur orðið til ný atvinnugrein á Íslandi, sem fæst við endurritun sögunnar. Frjálshyggjumenn eru áberandi í þessum hópi skapandi sagnfræðinga, þeirra á meðal ritstjórinn Davíð Oddsson (fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri) og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur frjálshyggjutilraunarinnar sem Davíð framkvæmdi. Það sem vakir fyrir þessum söguriturum er að fría þá sjálfa undan ábyrgð á […]

Föstudagur 07.06 2013 - 23:39

Tekjur – eldri borgarar sátu eftir

Á ársfundi TR í síðustu viku gerði ég grein fyrir þróun tekna lífeyrisþega (örorku- og ellilífeyrisþega), frá maí 2008 til maí 2013. Megin niðurstaðan var sú, að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega hækkuðu minna á tímabilinu en tekjur öryrkja. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan.   Miðtekjur öryrkja og eldri borgara 2008 til 2013 og hlutfallsleg […]

Fimmtudagur 06.06 2013 - 23:15

Ósæmandi bull um Evrópu

Það er satt að segja ótrúlegt bull sem menn láta stundum út úr sér á Íslandi um vinaþjóðir okkar í Evrópusambandinu og aðildarviðræður okkar. Andstæðingar aðildar eru alla jafna verstir. Það er að vísu eitrað og óheilbrigt margt sem á borð er borið í þjóðmálaumræðunni á Íslandi, t.d. linnulaus ósannindi og afbakanir frjálshyggjumanna um skatta […]

Fimmtudagur 06.06 2013 - 09:19

Mikið dregur úr fjölgun öryrkja

Ég flutti erindi á nýafstöðnum ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins. Þar gerði ég m.a. grein fyrir þróun í fjölgun öryrkja yfir tíma. Þar kom fram að verulega hefur dregið úr fjölgun örorkulífeyrisþega á síðustu árum. Rannsóknir höfðu sýnt að áður var sambandi milli aukningar atvinnuleysis og fjölgunar nýskráðra örorkulífeyrisþega. Margir óttuðust því að í kjölfar hrunsins myndi […]

Þriðjudagur 04.06 2013 - 23:42

Vatnsmýrin – lausn fyrir alla

Framtíð Vatnsmýrar skýrist smám saman. Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir að flugvallarstarfsemin flytjist brott í áföngum. Um hana er góð samstaða í borgarstjórninni. Í staðinn  komi blönduð íbúabyggð og misborgarsækin atvinnustarfsemi, meðal annars tengd háskólunum tveimur og Landsspítalanum. Tímamótaúttekt á valkostum fyrir nýja staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug, sem gerð var í […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 17:24

Lífsánægja þjóða í kreppunni

Íslendingar hafa lengi verið í efstu sætunum þegar hamingja þjóða og ánægja með lífið hafa verið mæld og samanborin – ásamt Dönum, Írum, Hollendingum og öðrum norrænum þjóðum. Þetta hefur svolítið breyst í kreppunni síðustu fjögur árin. Lífsánægja minnkaði verulega á Íslandi í kjölfar hrunins. Við fórum úr einu af efstu sætunum niður að meðaltali […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 14:56

Mogginn er stærsta dagblaðið!

Um daginn var Mogganum dreift ókeypis í öll hús, í tvöföldu umbroti. Eins og þar væri mikið dagblað á ferð. Þetta var eins konar auglýsing fyrir Moggann og N1 (sem greiddi nær allar auglýsingar í blaðinu þennan dag). Talsmenn Moggans sögðu sigri hrósandi að nú væri Mogginn aftur orðinn “stærsta blað þjóðarinnar” – í einn […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar