Miðvikudagur 15.10.2014 - 08:48 - FB ummæli ()

Frosti og viðskiptafrelsið

Sjaldgæft er að stjórnmálamenn tjái sig um málefni sem varða grundvallarhugmyndafræði. Þegar formaður Efnahags og viðskiptanefndar tjáir sig um viðskiptafrelsi er því vert að leggja við hlustir.  Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við Frosta Sigurjónsson sem réttilega segir að ef ,,innflutningur verði líklega einhverjum milljörðum dýrari….þá getum við ekki notað þá milljarða í þarfari hluti“ og bætir við að ,,við gengum inn í EES til að njóta viðskiptafrelsis“

Ef um er að ræða viðhorfsbreytingu innan Framsóknarflokksins hlýtur flokkurinn að styðja frumvarp Vilhjálms Árnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um viðskiptafrelsi í verslun með áfengi. Þó svo að í framangreindu viðtali sé verið að tala um blöndunartæki og sturtuhausa hlýtur samskonar milljarða sparnaður að skila sér með ,,hagkvæmari innflutningi“ hvort heldur er með viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur eða áfengi. Öllum ætti að vera ljóst að milliganga ríkisvaldsins í viðskiptum milli seljenda og kaupenda hefur alltaf verið til tjóns fyrir báða aðila.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur