Stundum er talað um að mikilvægt sé að segja ,,satt og rétt“ frá. Satt væri þá vísun á innihald fréttar en ,,rétt“ næði þá til hvernig frétt væri orðuð. Dæmigerð frétt í Morgunblaðinu í dag (sem aðrir fjölmiðlar eiga eftir að orða eins) er ,,Tillaga að þjóðarleikvangi“
Ekkert að innihaldi fréttarinnar en svo þegar kemur að: ,,ríkið verði að koma að málinu“ er einfaldlega ekki verið að segja rétt frá, í skilningnum að orðavalið lýsi innihaldinu með sem skýrustum hætti.
Í raun er ekki verið að tala um að ríkið ,,komi að einhverju“ heldur að ríkisvaldið greiði fyrir þetta áhugamál fótboltamanna. Og ríkið á jú enga peninga og býr þá ekki til. Ríkið getur bara tekið skattfé af fólki strax eða síðar með skuldsetningu í millitíðinni.