Fimmtudagur 16.10.2014 - 09:17 - FB ummæli ()

Að segja satt og rétt frá

Stundum er talað um að mikilvægt sé að segja ,,satt og rétt“ frá.  Satt væri þá vísun á innihald fréttar en ,,rétt“ næði þá til hvernig frétt væri orðuð.  Dæmigerð frétt í Morgunblaðinu í dag (sem aðrir fjölmiðlar eiga eftir að orða eins) er ,,Tillaga að þjóðarleikvangi“

Ekkert að innihaldi fréttarinnar en svo þegar kemur að: ,,ríkið verði að koma að málinu“ er einfaldlega ekki verið að segja rétt frá, í skilningnum að orðavalið lýsi innihaldinu með sem skýrustum hætti.

Í raun er ekki verið að tala um að ríkið ,,komi að einhverju“ heldur að ríkisvaldið greiði fyrir þetta áhugamál fótboltamanna. Og ríkið á jú enga peninga og býr þá ekki til.  Ríkið getur bara tekið skattfé af fólki strax eða síðar með skuldsetningu í millitíðinni.

Rétt orðaval hefði því verið að ,,skattgreiðendur verða að borga“  Svo gætu menn alveg kryddað að eigin vali með sama hætti og gert er þegar kvartað er undan því að lækka skatta, ,,það á semsagt að loka sjúkrahúsum og skólum“ svo fótboltabullur geti haft það huggulegt einu sinni í mánuði“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur