Líklega er ársskýrsla ÁTVR ekki á náttborði margra. Yfir einokunarverslun ríkisins er ekki nein stjórn en eins og segir í reglugerð ,, Forstjóri ber ábyrgð á gerð ársskýrslu fyrir hvert ár og kynnir hana fyrir ráðherra.“ Heildarkostnaður við gerð síðustu ársskýrslu nam hvorki meira né minna en 4,2m. en þó dróst skýrslan saman úr 82 blaðsíðum árið fyrir árið 2011 í ,,einungis“ 48 síður fyrir árið 2012.
Nú er það svo að meginmarkmið Samkeppniseftirlitsins er að fyrirbyggja s.k. ,,fákeppni“ svo að ekki verði úr einokun og kann að haf eitthvað til síns máls. Til að glæða áhuga landsmanna á þjóðhagslegu mikilvægi einokunarverslunar mætti ugglaust kenna nemendum í framhaldsskóllum s.k. ,,Sjálfbærnistjórnun“ ÁTVR sem líklega undirstrikar æðri gildi einokunarverslunar.