Sunnudagur 09.11.2014 - 12:59 - FB ummæli ()

,,Þekkingarfyrirtæki“

Af öllum þeim titlum sem Ölgerðin hefur áunnið sér eru líklega fáir jafn verðskuldaðir og útnefning Félags Viðskipta og Hagfræðinga sem ,,þekkingarfyrirtæki ársins“

Úr umsögninni:

Þær aðgerðir sem einkum þykja hafa skilað árangri í nýsköpun síðastliðin ár er að Ölgerðin setti sér það markmið að skapa umhverfi sem þorir og vill taka áhættur

,,Þekking“ og kænska birtist á mörgum sviðum. Sem dæmi þá eru sykraðir gosdrykkir og Dorritos saltflögur  nú seldir með ,,samfélagslegri ábyrgð“ sem augljóslega dregur úr heilsufarslegri ,,áhættu“ af neyslu vara sem allir væru betur komnir af án.

Þegar til álita kemur að afnema einokun á áfengi vill Ölgerðin hinsvegar ekki taka neina áhættu, nánar tiltekið þá áhættu að tapa sínu hilluplássi hjá sínum ,,samstarfsaðila“ sem er líklega það sem forstjórinn á við með fullyrðingunni um að ,,Ölgerðin skapi umhverfi“

Ölgerðin_þekkingarfyrirtæki_FVH___FVH

Forstjóri Ölgerðarinnar brosir sínu blíðasta gagnvart einokun.

 

 

Við höfum átt mjög gott samstarf við ÁTVR sem hafa að mörgu leyti staðið sig frábærlega

 

 

 

 

 

 

Annar pilsfaldarkapítalisti innan vébanda Félags hilluplásshafa hjá ÁTVR bendir (réttilega) á að stofnunin greiði byrgjum alla reikninga tvisvar í mánuði á sama tíma og byrgjar greiði aðflutningsgjöld til tolls. Með öðrum orðum ,,ríkið“ fjármagnar eigin tollheimtu!  Að afleggja einokunarverslun mun hafa í för með sér ,,gríðarlega rekstraráhættu“ og bætir við að:

Ef varan fer í stórmarkaði verður að vera hægt að hafa áhrif á söluna, annars hafa eigendur stórmarkaða alræðisvald

Já það er nú ljótt ef rétt er að verslunareigendur hafi ekki bara vald heldur alræðisvald á sínum eigin hillum og geti bara óhindrað misþyrmt neytendum með afleitu vöruvali og háu verði á áfengi eins og væntanlega öðrum vörum.

Félag Atvinnurekenda hefur lýst yfir að það sé fylgjandi ,,frelsi“ en lætur þess ógetið að einungis sé átt við frelsi eigin félagsmanna til þáttöku í ríkisverndaðri einokunarstarfsemi.

Ef rétt er að einokunarverslun sé neytendum hagfelld í alla staði eins og félagsskapur hilluplásshafa heldur fram, hlýtur að liggja beint við að rétt sé að taka upp ríkiseinokun á fleiri sviðum, t.d. í verslun með bíla, fatnað og matvöru.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur