Þó að stundum mætti halda að sóun á almannafé sé á loforðalista stjórnmálaflokka verður að segjast að einstaka sinnum nái embættismenn nýjum lægðum í fyrirlitningu á hagsmunum skattgreiðenda. Starfmsaður Orkustofnunar, sem jafnframt hefur atvinnu sína af því að hafa eftirlit með endurnýjanlega eldsneytinu, færa sölutölur í Excel og hringja í seljendur sem eru seinir að skila tölum, ber fyrir sig ,,álitshnekki erlendis“ ef Ísland myndi nú feta í fótspor Lichtenstein og fá undanþágu frá þeirri fráleitu hugmynd að knýja bílvélar áfram á matvælum. Hin vonda hugmynd sem Ragnheiður Elín Árnadóttir barði í gegnum þingið kostar réttilega ,,nokkrar krónur“ nánar tiltekið 700 milljónir sem fara mun upp í 1.000 milljónir á næsta ári.