Árni Páll flokkast eins og allir vita sem ,,nútímalegur jafnaðarmaður“ reyndar svo nútímalegur að hann hefur engan tíma fyrir gamlar yfirlýsingar eða loforð. Sem betur fer hefur engin blaðamaður spurt hvað það þýði að vera nútímalegur jafnaðarmaður og þá í hverju aðgreiningin frá hinum felst.
Árni Páll hefur verið einn af ötulum talsmönnum þess að sú sóun sem stunduð er með rekstri sérverslana með áfengi verði aflögð og hefur meira að segja verið meðflutningsmaður að slíkum tillögum.
Yfirlýstar skoðanir Árna eru um markt nútímalegar eins og t.d:
,,Hér hefur verið landlæg fákeppni og einokun og pólitískt vald og viðskiptavald verið samtvinnað“….,,Í fljótu bragði man ég bara eina breytingu í frjálsræðisátt sem varð fyrir algerlega innlenda baráttu og það var þegar bjórbannið var afnumið fyrir réttum aldarfjórðungi“
Nú þegar fyrir liggur frumvarp um að afglæpavæða þann gerning ef tveir einstaklingar vilja eiga viðskipti sín á milli með löglega neysluvöru án milligöngu ríkisins, liggur fyrir að Árni Páll og hinir nútímalegu jafnaðarmennirnir í Samfylkingunni, ætla ekki að styðja frumvarpið þar sem það sé ,,lítilfjörlegt“ Enginn fréttamaður hefur þó spurt Árna Pál sömu spurningar og han spurði sjálfur 2007: ,,hver eru rökin fyrir óbreyttu ástandi?“