Aðdáendur ríkisverslana benda á máli sínu til stuðnings að einungis einokunarverslanir, hvort heldur er í Leifsstöð eða í ÁTVR, tryggi lágt vöruverð og gott vöruúrval. Páskaeggið á myndinni kostar kr. 1.296 í Bónus (sem greiðir virðisaukaskatt til ríkisins) eða þremur krónum minna ein í hinni rangnefndu fríhöfn (sem líka tapar þrátt fyrir okrið). Bónus skilar eigendum sínum arði og viðskiptavinum lágu verði. Ríkisrekstur í verslun skilar engum neitt, allir tapa!