Í Morgunblaðinu er talað um að aðgangstýra ferðamönnum til landsins. Ótal möppudýr berjast nú á hæl og hnakka í að finna út lausn á ímynduðum vanda sem m.a. birtist í að ferðamenn gangi örna sinna hvar sem er þ.m.t. á bílastæðum.
Ísland er um 103.000 km2 og hingað koma 1,3m. ferðamanna á ári eða um 12 ferðamenn á ferkílómetra.
Til samanburðar koma 32 milljónir ferðamanna til Parísar á ári en borgin er 105 ferkílómetrar sem gerir 304.000 ferðamenn á ferkílómetra.
Annar samanburður er að Reykjavík er um 270 km2 með rúmlega 100.000 íbúa en í París búa 2,4 milljónir (svona ef menn vilja ræða möguleika á þéttingu byggðar)