Fimmtudagur 20.08.2015 - 22:37 - FB ummæli ()

,,We want you to taste“

Samfélagsleg ábyrgð er hinu allt um líkjandi ríkisvaldi afar mikilvægt, að minnsta kosti í orði en ekki alltaf á borði og síst af öllu ef borðið er hlaðið áfengi.

Oftar en ekki er bent á mikilvægi opinbers reksturs og opinbera afskipta því einkaaðilum sé ekki treystandi til þess að fara að lögum nánar tiltekið meginmarkmiði áfengislaga sem er að vinna gegn misnotkun áfengis.

Þegar valið standi á milli gróða og ábyrgðar fórni einkaaðilar samfélaginu á altari gróðans.  Á meðfylgjandi myndskeiði sést hve ófyrirleitin markaðssetning hins opinbera er þegar kemur að áfengi. Engin kemst framhjá lokkandi afgreiðsluborði sem vínsölum ber að leigja af Leifsstöð fyrir kr. 300.000 á viku til þess að markaðssetja áfengi. Á afgreiðsluborðið er svo smekklega áritað ,,we want you to taste“. Hér þarf engin skilríki til að sanna áfengiskaupaaldur, sjússarnir eru í sjálfsafgreiðslu og fríir þannig að loksins má segja að fríhöfnin standi undir nafni.

Spurningin er, hvernig skyldi hið opinbera refsa hinu opinbera sem þverbrýtur sjálft meginmarkmið áfengislaga, skyldi það vera svipting vínsöluleyfis?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur