Titill þessarar færslu er ekki tilvísun í einhverja fjarlæga framtíð heldur vill svo til að á Kópaskeri er rekin vínverslun inni í matvöruversluninni sem auðvitað er bara til eftirbreytni og gildir einu þó svo að í forgrunn megi sjá leikföng og fatnað, já og matvöru í bakgrunn.
Það heimskulega við þessa annars ágætu útfærslu er að þessi ,,búð í búð“ sem velti 1,4m í Desember á síðasta ári, skuli vera rekin af hinu opinbera. Opnun verslunarinnar er kynnt í árrsskýrslu ÁTVR sem liður í markmiði stofnunarinnar með að:
Stöðugt er unnið að því að þétta net Vínbúða um allt land…
…sem svo aftur er væntanlega í samræmi við hugmyndir sumra þingmanna og Landlæknisembættisins um hið svokallaða ,,skerta aðgengi“
Öllum má ljóst vera að sérverslun með starfsmann eða starfsmenn sem afgreiða vörur fyrir kr. 40.000 á dag í veltumesta mánuði ársins, getur aldrei staðið undir sér. Fyrir utan algert rökleysi fyrir einokunarverslun ríkisins, ættu íslendingar öðrum þjóðum að þekkja betur mikilvægi viðskipta- og atvinnufrelsis.
Rökleysan með ÁTVR er nánar tiltekið í boði eftirfarandi þingmanna: