Ögmundur Jónasson fagnar kosningu rugludallsins Jeremy Corbyn og kennir Verkamannaflokkinn við:
…þjónkun við fjármálavald og markaðshyggju. ….en svo samgróinn varð hann peningavaldi og hernaðarhyggju við þá katla í stjórnartíð Blairs og Browns að iðulega var erfitt að greina á milli forystumanna Verkamannaflokksins og svo aftur hægri mannanna í Íhaldsflokknum breska.
Ögmundur kannast auðvitað ekkert við neina ,,þjónkun við fjármálavald“ þó hann hafi tryggt erlendum kröfuhöfum Álftanes kr.350 milljónir af almannafé úr Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga vegna nauðasamninga sem kröfuhafar hefðu annars þurft að afskrifa því sveitarfélög eru jú ekki aðfararhæf.
Ögmundur sat líka í ríkisstjórn sem fjármagnaði 25% af efnahagsreikningi Arionbanka og gaf síðan erlendum kröfuhöfum eignarhlutinn.
Ögmundur styður rekstur ÁTVR þar sem tóbaksgjald er notað til þess að niðurgreiða smásöluverslun á áfengi fyrir áfengisinnflytjendur en stofnuninni sjálfri er óheimilt að flytja inn eigin söluvörur að kröfu innflytjenda. Ögmundur rökstyður svo með orwellskum hætti að einokunarverslanir tryggi best lágt vöruverð og gott vöruúrval.
Ríkisstjórn Ögmundar studdi svo að sjálfsögðu þegar NATO var breytt úr varnarbandalagi í árásárbandalag með innrásinni í Líbíu.