Vissulega er grunnreglan sú að allt eigi að vera leyfilegt sem ekki er bannað. Björgvin G Sigurðsson taldi að þar sem sveitarstjórnarlög bönnuðu ekki útlána sérstaklega, væri honum heimilt að hefja slíka starfsemi, nánar tiltekið til síns sjálfs. Í framhaldinu fór Björgvin svo í meðferð.
Bæjarstjóri Seltjarnarness á sér þann draum að stofna ,,Íbúðalánasjóð Seltjarnarness“ sem myndi aðskilja sig frá hinum ríkisrekna með tvennum hætti. Fyrir það fyrsta yrði einungis lánað á öðrum veðrétti. Í annan stað myndi sjóðurinn sérhæfa sig í lánum til lántakenda með littla eða enga greiðslugetu og því svipa til Fjárfestingabanka Ríkisins á Sauðárkróki (Byggðastofnun) sem sérhæfir sig í útlánaverkefnum sem eru svo galin að engar líkur eru á endurheimtum.
Spurningin er hvort útsvarsgreiðendur á Seltjarnarnesi hafi einhver ,,meðferðarúrræði“ fyrir bæjarstjórann?