Í Morgunblaðinu í dag er viðtal við núverandi útvarpsstjóra sem tók við af forvera sínum sem hvorki skildi tæknimál né bókhald. Útvarpsstjórinn hefur fundið út aðferð til að láta enda ná saman. Nú verða tekin afborgunarlaus kúlulán, engar vaxtagreiðslur, engin halli. Útvarpsstjórinn ber auðvitað enga ábyrgð á hallarekstri né skuldasöfnun á meðan hann sat í stjórn RÚV sem hefur meira að gera með fjáröflun heldur en fjárreiður.