Fimmtudagur 12.11.2015 - 21:58 - FB ummæli ()

Engar landmælingar hjá Landmælingum

Hingað til hefur ekki verið hægt að ákæra fyrir utanvegakstur vegna þess að innanvegaakstur hefur ekki verið skilgreindur, nánar tiltekið með vegakorti af öllum vegum og slóðum sem skilgreindir eru sem slíkir. Öllum þeim sem gengt hafa starfi umhverfisráðherra undanfarinn áratug hefur verið þessi staðreynd ljós sem og að Landmælingar Íslands hefðu engin grunngögn eða getu til að vinna slíkt vegakort. Í nýsamþykktum náttúruverndarlögum segir:

Í stað þess að gefinn verði út kortagrunnur sem Landmælingar Íslands hafa umsjón með er lagt til að Vegagerðin skuli halda skrá í stafrænum kortagrunni um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands

 

Það hlýtur því að vera fagnaðarefni að veruleikinn skyldi hafa dagað uppi fyrir þingmönnum þó þess sjáist ekki merki hjá fjárveitingavaldinu sem áfram sólundar yfir 300 milljónum í kortagerðarstofnun sem engin kort gerir. Vegagerðin mun því einfaldlega óska eftir tilboðum í gerð vegakorts á almennum markaði og verður verkið því væntanlega klárað innan skamms.

Saga þessa máls nær langt aftur en látum nægja að byrja upptalninguna 2001:

Untitled

,,samstarf við Landmælingar Íslands”

 

Herör

2005 þegar ekkert hafði gerst ákvað ráðuneytið að skera upp herör

 

 

 

Verkið er langt komið

2007 þegar ekkert hafði gerst, var aftur komin tími á ,,samstarfsverkefni“

Verkið er langt komið

ágúst 2008 kemur fram að verkið væri: ,,langt komið“

 

Mikið starf unnið

Síðar sama ár kemur fram að: ,,Mikið starf er unnið“

gæðavottun

2009 fæðist ný hugmynd um að Landmælingar Íslands geti gæðavottað úr því stofnunin gat ekkert gert sjálf

Umhverfisráðuneytið vinnur

Ári síðar ákvað Umhverfisráðuneytið að: ,,vinna á nokkrum vígstöðvum“

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur