Hingað til hefur ekki verið hægt að ákæra fyrir utanvegakstur vegna þess að innanvegaakstur hefur ekki verið skilgreindur, nánar tiltekið með vegakorti af öllum vegum og slóðum sem skilgreindir eru sem slíkir. Öllum þeim sem gengt hafa starfi umhverfisráðherra undanfarinn áratug hefur verið þessi staðreynd ljós sem og að Landmælingar Íslands hefðu engin grunngögn eða getu til að vinna slíkt vegakort. Í nýsamþykktum náttúruverndarlögum segir:
Í stað þess að gefinn verði út kortagrunnur sem Landmælingar Íslands hafa umsjón með er lagt til að Vegagerðin skuli halda skrá í stafrænum kortagrunni um vegi aðra en þjóðvegi í náttúru Íslands
Það hlýtur því að vera fagnaðarefni að veruleikinn skyldi hafa dagað uppi fyrir þingmönnum þó þess sjáist ekki merki hjá fjárveitingavaldinu sem áfram sólundar yfir 300 milljónum í kortagerðarstofnun sem engin kort gerir. Vegagerðin mun því einfaldlega óska eftir tilboðum í gerð vegakorts á almennum markaði og verður verkið því væntanlega klárað innan skamms.
Saga þessa máls nær langt aftur en látum nægja að byrja upptalninguna 2001: