Líklega auglýsir bílaleigan Avis í Viðskiptablaðinu í dag fyrir tilviljun við hlið umfjöllunar blaðsins um skuldavanda Reykjanesbæjar. Skuldavandi kemur til þegar lánveitandi lánar glannalega til lántaka sem ekki getur greitt. Í slíkum tilfellum fá úrræðagóðir í vandræðum þá hugmynd að láta þriðja aðila greiða, nánar tiltekið aðra skattgreiðendur. Eins og allir lánveitendur vita að þá eru sveitarfélög ekki aðfararhæf og því ekkert annað að gera í slíkri stöðu en að afskrifa og/eða skuldbreyta. Ögmundur Jónasson sem ekki mátti til þess hugsa að lánveitendur tækju einir skellinn af óábyrgum lánveitingum til Álftaness, tryggði kröfuhöfum mörg hundruð milljóna meðgjöf við sameiningu sveitarfélagsins við Garðabæ. Líklega hefur þar verið sett gott fordæmi um að eyða einmitt í óþarfa.