Laugardagur 28.11.2015 - 14:58 - FB ummæli ()

Uppgjör án iðrunar

Í Morgunblaðinu í dag talar Svavar Gestsson um nýlega ferð sína til Austurþýskalands þar sem fram fari ,,Uppgjör án miskunar“ en lætur þess ógetið að sjálfur hefur hans uppgjör átt sér stað án iðrunar, svona ekki ósvipað og með Isave samninginn.

Svavar stundaði nám við sérskóla fyrir efnilega kommúnista: Institut für Gesellschaftswissenschaften beim ZK der SED, Í viðtali við DV árið 1989 þegar múrinn var fallinn lýsti Svavar breytingunni:

Ég tel að þessi niðurstaða í Sovétríkjunum og sérstaklega A-Þýskalandi sé sigur sósíalismans sem brýtur niður járnrimlana því það er ekki hægt að halda honum föstum í tukthúsi – hann brýst út.

Borgarastéttin í landinu hefur reynt að stimpla marxismann sem einhvern afbrigðilegan óþverra og það skrifum við auðvitað ekki upp á.

Þó að námið hafi verið veitt af æðstu stjórn kommúnistaflokksins, hafa engin skjöl fundist um ætlað hlutverk eða störf Svavars fyrir flokkinn eða undirstofnanir hans eins og hina geðfeldu stofnun STASI.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur