Í hinni frábæru bók ,,Heimur batnandi fer“ eftir Matt Ridley kemur fram að alls hafi 314 fangar fengið frelsi sitt aftur á grundvelli DNA rannsókna eftir að hafa setið að meðaltali 12 ár í fangelsi, þar af 18 sem voru á dauðadeild.
Fátítt er að sakborningar fái uppreist æru hér á landi á grundvelli DNA en sakborningar í Guðmundar og Geirfinns málinu bíða réttar síns á grundvelli þess að almenningsálitið hefur snúist 180 gráður þeim í hag. Ekkert hefur hinsvegar komið fram sem sannar sakleysi eftirlifandi sakborninga annað en að ákæruvaldið hafi farið offari og ekki rannsakað jafnt til sýknu sem sektar. Þó beitti ákæruvaldið ekki fyrir sig ljúgvitnum eins og sjálfsagt þykir nú til dags.
Samkvæmt Símoni ,,Grimma“ dómara í Héraðsdómi eru allir sekir uns almenningsálitið breytist.