Í raun er hægt að rekja allan ófarnað í samfélagi manna niður á tvær rætur, ríkisvald og trúarbrögð, sér í lagi þar sem slíkt fer saman. Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins og rataðist kjöftugum satt orð á munn í eina skiptið þar.
Ástæður þess að vestrið tók fram úr austrinu er vegna þess að vísindi og lög sem byggðu á rökhyggju tóku við af biblíunni. Islamstrú heimilar hinsvegar ekki annað en lög þau sem kóraninn setur.
Í stað boðskapar páfa um undirgefni á borð við ,,gef oss í dag vort daglegt brauð“ væri nær að afhenda flóttafólki boðskap Littlu Gulu Hænunnar um að þeir uppskeri sem sá.