Fimmtudagur 14.01.2016 - 09:42 - FB ummæli ()

Sjálfstæði RÚV

Stjórnendur og ábyrgðarmenn dagskrár Ríkisútvarpsins hafa sent stjórn RÚV yfirlýsingu þar sem þeir fullyrða að „ákvörðun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ógni ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins.“

Ákvörðunin sem um ræðir er ekki lækkun útvarpsgjalds heldur sérstakt framlag upp á kr. 175 milljónir til innlendrar dagskrárgerðar.

Í lögum nr.nr. 23 20. mars 2013 um Ríkisútvarpið ohf. stendur m.a. að:

Stjórnin ber ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og að farið sé að lögum um Ríkisútvarpið, að samþykktir þess og ákvæði samnings um fjölmiðlun í almannaþágu séu uppfyllt.

Í fyrstu grein um starfsvið stjórnar segir:

Að móta í samvinnu við útvarpsstjóra dagskrárstefnu og megináherslur í starfi Ríkisútvarpsins

Rökrétt niðurstaða hlýtur að vera sú að stjórn RÚV ohf. beri að skila ofangreindum fjármunum enda vandséð hvernig dagskrárstjórar og stjórnendur RÚV geti vísvitandi staðið þannig að rekstrinum að gangi gegn grundvallarmkarkmiðum með rekstri stofnunarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur