Sunnudagur 17.01.2016 - 16:32 - FB ummæli ()

Kári Stefánsson, sannanlega!

Flestir þekkja til dæma þegar rökþrota einstaklingar grípa til þess óþverraráðs að vega að heiðarleika mótaðilans þegar allt annað þrýtur,  Þeim mun meiri fátækt málefnalega þeim mun neðar er seilst.

Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun vantaði Kára Stefánssyni reyndar ekki rök í baráttu sinni gegn viðskiptafrelsi í landinu, hann var með nóg af slíkum þó engin þeirra stæðust skoðun.  Þrátt fyrir að vera að nafninu til vísindamaður skilur Kári Stefánsson ekki muninn á tilgátum og staðreyndum á vísindasviðinu. Sá misskilngur hefur merkilegt nokk skilað Kára sjálfum fjárhagslegum ávinningi í öfugu hlutfalli við þá sem treyst hafa hans orðum, sér í lagi á sviði erfðafræðirannsókna.

Þess má geta að Kári er ekki alfarið á móti viðskiptafrelsi, til dæmis finnst honum sjálfsagt að hann hafi frelsi til þess að braska með erfðafræðiupplýsingar íslensks almennings, sjálfum sér og sínum viðskiptafélögum til hagsbóta.  Rök Kára gegn viðskiptafrelsi annara með áfengi eru einkum eftirfarandi:

  1. Áfengissjúkdóm er hægt að meðhöndla með ríkiseinokunarverslunum, slíkt sé vísindalega sannað þó engar slíkar finnist.
  2. Margsannað er að viðskiptafrelsi með áfengi leiðir til aukins ófarnaðar tengt áfengisneyslu þó svo að ekki sé til eitt einasta dæmi um vestrænt samfélag þar sem ríkiseinokunarverslun hafi verið afnumin og mælanleg niðurstaða hafi fengist.
  3. Vísindalega sannað er að aukið aðgengi þýði að neysla aukist og þar með vandamál. Því til sönnunar er einmitt hægt að benda á aukinn fjölda vínbúða, lengri afgriðslutíma, fjölgun vínveitingahúsa og minnkandi áfengisneyslu samkvæmt Talnabrunni Landlæknisembættisins.
  4. ,,Áfengi er eitt alversta dóp sem finnst í samfélaginu“ og rétt eins og einkarekstur apóteka hefur sýnt, eykst misnotkun ef afgreiðslufólk útsölustaða er ekki í BSRB.
  5. Já og áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar er samið af Högum eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmaður frumvarpsins, sagði Kára í óspurðum fréttum ,,í stórmarkaði á dögunum.“ Það samtal er jafn vísindalega sannað eins og að Kári sjálfur hafi hvergi komið nærri þegar lög um ríkisábyrgð fyrir deCode voru samin á sínum tíma. Þau lög voru reyndar eins og síða úr kennslubók um pilsfaldarkapítalisma rétt eins og núverandi fyrirkomulag áfengissölu hér á landi þar sem ríkisvaldið niðurgreiðir smáslöluverslanir fyrir áfengisinnflytjendur í nafni lýðheilsusjónarmiða.

Rekstrarkostnaður ÁTVR, yfir 2 milljarðar á ári, flokkast sem rétt forgangsröðun í heilbrigðismálum að mati Kára!

Óhætt er að segja að ,,sannanir“ Kára hafi oft kostað íslenskt samfélag meira og því eru hans tilgátur um samhengi verslunarreksturs og sjúkdóma kanski ekki það vitlausasta hingað til.

Ummæli_Kára_„ómakleg_og_ósönn“_-_mbl_is

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur