Í umræðum á Alþingi um viðskiptafrelsi með áfengi koma fram mismundi rök og og flest tengd svokölluðum lýðheilsusjónarmiðum sem flokka má undir klassíska ríkisforsjárhyggju.
Öllu óhugnanlegri rök koma frá sjálfum formanni efnahags- og viðskiptanefndar sem sér bara neikvæðar afleiðingar af verslunarfrelsi:
- Vöruval minnkar
- Verð hækkar
- Neysla eykst
Vissulega undarlegt út frá viðteknum kenningum hagfræðinnar. Undarlegasta afstaða dagsins kemur þó frá Birgittu Pírata sem gekk í lið með ríkisforsjárhyggjusinnum gegn einstaklingsfrelsi.