Ríkisvaldið er að mörgu leiti rekið með sömu formerkjum og mafía.
Ríkið rekur einokunarverslanir sem og Samkeppniseftirlit til að hindra slíkan rekstur einkaaðila.
Ríkið skattpínir verslun einkaaðila en rekur svo óskattlagða en rangnefnda ,,fríhöfn“
Ríkið fangelsar þá sem veita því samkeppni í sölu vímugjafa.
Þegar veitingamenn reyndu fyrir sér á lýðheilsusviðinu, þ.e. með því að minnka vímuefnaskamta, voru þeir að sjálfsögðu kærðir líka.