Fimmtudagur 21.01.2016 - 15:25 - FB ummæli ()

Frelsi til vinstri

Frelsi hefur löngum verið vinstri mönnum hugleikið og þá auðvitað af því að það rímar svo vel við helsi sem þeim er reyndar hugleiknara.

Nauðsyn helsis er að grunni til alltaf það sama, til að verja frelsið, nánar tiltekið frelsi stjórnmálamanna til að ráðskast sífellt meira með daglegt líf fólks.

Sagt hefur verið um tískuna að hún sé svo ljót að skipta verði um hana mörgum sinnum á ári. Sama á við um vinstri stefnuna, sífellt koma nýir flokkar og nýjar umbúðir utan um forsjárhyggjustefnuna, kommúnismi breyttist í sósíalisma sem aftur breyttist í félagshyggju og nú Pírata.

Nú er tekist á um það hvort einstaklingar í þessu landi eigi að hafa frelsi til þess að kaupa og selja löglegar neysluvörur á borð við áfengi án afskipta ríkisins.

Slíkt telja vinstri menn hættulegt.

Árið 1976 skrifaði Árni Gunnarsson merkilegan leiðara um frelsi fólks til þess að reka útvarps og sjónvarpsstöðvar. Ekki skorti væntumþykju eða framsýni:

Ríkisútvarpið er eign landsmanna allra

Óumdeilt að fjármagnseigendur myndu einoka skoðanamyndun

Einkareknar stöðvar hefðu engum skyldum að gegna á sviði almannavarna og reglubundnum veðurfréttum

Álögur myndu aukast á almenning vegna þverrandi auglýsingatekna

En Árna fannst þó þörf á að benda á ýmislegt sem betur mætti fara í rekstri útvarpsins:

Stofnunin býr við lélegan húsakost

Starfsmenn eru ekki of sælir af launum sínum

Og lýkur leiðaranum á þeim fleigu orðum að:

Frjáls útvarpsrekstur er ekki það frelsi sem sumir halda.

Alþýðublaðið__30_11_1976_-_Timarit_is

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur