Landlæknisembættið skilgreinir hugtakið ,,aukið aðgengi“ að áfengi sem fjölgun útsölustaða og fjölgun vínveitingahúsa. Hvorutveggja er í hundruðum prósenta hér á landi á undanförnum árum auk þess sem stórnotendur fá heimsent á kostnað skattgreiðenda ef verslað er fyrir kr.50.000 eða meira.
Í nýjasta tlanabrunni embættisins kemur fram að seldum áfengislítrum hafi fækkað. Embættið gætir auðvitað hlutleysis með því að sleppa að benda á mælingaskekkju þar sem líklega sé samdrátturinn enn meiri að teknu tilliti til fjölgunar ferðamanna.
Þetta telja andstæðingar viðskiptafrelsis eins og Kári Stefánsson ,,margsanna“ að aukið aðgengi a) auki neyslu og b) auki vandkvæði tengt áfengisneyslu (með svona svipuðum hætti eins og að 35% þjóðarinnar séu áfengissjúklingar)