Laugardagur 05.03.2016 - 14:33 - FB ummæli ()

Ólafur Óþolinmóði

Ólafur Helgi Sýslumaður er um margt undarlegur embættismaður sem m.a. hefur lýst aðdáun sinni á svokallaðri ,,zero tolerance“ stefnu í Bandaríkjunum sem getið hefur af sér þann einstæða árangur að 1% þjóðarinnar dvelst nú í fangelsum.

Ólafur hefur littla þolinmæði fyrir lögbrotum, nema ef vera skyldu hans eigin. Mörg eru dæmin um að þolinmæði Ólafs hafi verið á þrotum, svo oft að segja má að Ólafur sé eitt allsherjar þrot.

Af nokkrum frægum dæmum um þolinmæðisþrot Ólafar má rifja upp þegar þvaglegg var nauðgað í konu grunaða um áfengisakstur í fangelsi á Selfossi og olli tímabundnu fjaðrafoki.

Eitt sinn þraut þolinmæði Óafar gagnvart utanvegaakstri með þeim afleiðingum að hann kallaði til þyrlu landhelgisgæslunnar, dressaði sig upp í sinn skrautlegasta einkennisbúning og hóf leit að meintum brotamönnum. Ekki leið á löngu þar til Ólafur kom auga á þrjá mótorhjólamenn akandi á vegslóða sem ekki var merktur inn á vegagrunn Landmælinga Íslands en sá vegagrunnur inniheldur 1/3 af vegum landsins sem Ólafi þótti hentugt viðmið til ákæru þó engin væri stoðin í lögum. Ólafur kærði umsvifalaust tvo ökumenn en þeim þriðja var sleppt enda var hann starfsmaður Ólafs.  Öllum kærum úr þyrluferð Ólafs var að sjálfsögðu vísað frá dómi enda hafði Ólafi brostið þolinmæði til að kynna sér þau lög sem málið varðaði.

Fyrir 6 mánuðum var ólögleg áfengissala í Leifsstöð kærð til Ólafar með málefnalegum rökstuðningi. Þar var ekki um að ræða þá starfshætti sem starfsfólk hinnar rangnefndu frí-hafnar viðhafa við sölu eða vínveitinga til ungmenna undir lögaldri heldur skortir einfaldlega alla lagaheimild fyrir smásölu áfengis í flugstöðinni. Þá bregður svo undarlega við að þolinmæði Ólafs er ekki af skornum skammti því sýslumaðurinn fljótfæri hefur ekki einu sinni óskað eftir skýringum frá Isavia eða Leifsstöð á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru.

Annað dæmi um óvænta þolinmæði Ólafs er þegar hann lét meintan barnaníðing ganga lausann í Vestmannaeyjum í heilt ár og enn annað að Ólafur hafi hugsanlega spillt fyrir um rannsókn sakamáls.

Engum hefur nokkru sinni dottið í hug að veita Ólafi áminningu í starfi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur