Að grunni til má skipta hagfræðingum í tvo hópa, þá sem geta ekki spáð fyrir um gengi gjaldmiðla og svo hinir sem ekki vita að þeir geta ekki spáð fyrir um gengi gjaldmiðla.
Grunnhugmyndin að baki gjaldeyrisforða er komin frá hinum síðarnefndu en eðli málsins samkvæmt þyrftu slíkir einstaklingar ekki að sætta sig við opinber laun ef þeir hefðu eitthvað skynbragð á gjaldeyrismarkaði sem aðrir hafa ekki.
Ætluð notkun á gjaldeyrisforða byggir annarsvegar á mati embættismanna á því að gengið sé of sterkt og því beri að safna forða þar til að stemningin á markaði breytist. Telji sömu spákaupmenn gengið of veikt taki þeir til við að selja gjaldeyri.
Fyrir hverja 1.000 Milljarða sem opinberir spákaupmenn Seðlabankans safna, borga skattgreiðendur um 60 Milljarða í vexti á hverju ári. Þeir vextir eru auðvitað hreint útflæði gjaldeyris sem augljóslega leiðir til veikingar gjdaldmiðilsins en ekki styrkingar eins og sumir halda.
Ýmsir hafa efast um greind Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í gegnum tíðina en um dómgreind hans ætti engin að efast.