Föstudagur 18.03.2016 - 15:18 - FB ummæli ()

Hagsmunasölumenn

Nýlega sagði Breska víntímaritið Decanter frá því að þarlendir vínkaupmenn væru óánægðir með tollahækkanir sem boðaðar eru í nýjasta fjárlagafrumvarpinu þar í landi. Alls verður áfengisgjald af venjulegri rauðvísflösku um helmingur af því sem gerist hér á landi eða kr. 370 pr. flösku.

Augljóslega má kvarta af minna tilefni.

En hvað myndu þarlendir vínkaupmenn segja ef viðskiptafrelsi þeirra væri af þeim tekið í nafni svokallaðra ,,lýðheilsusjónarmiða“ ?

Ef marka má málpípu félags hilluplásshafa í ÁTVR, mætti fullvíst telja að slíku yrði fagnað, svo fremi að auglýsingabann fylgdi með í kaupunum.  Augljóslega draumur í flösku að hafa bara einn viðskiptavin sem þar fyrir utan hefur ekkert með vöruval að segja og hefur ekkert leyfi eða hvata til að semja niður verð.

Eitthvað er undarlegt við þann hluta andstæðinga viðskiptafrelsis á sviði smásöluverslunar sem telja að einkarekstur sé í lagi á heildsölustigi en ekki í smásölu.

Merkilegt nokk hefur Félag Atvinnurekenda ekki mælt fyrir ríkisrekstri á smásölu tóbaks, þrátt fyrir að þar sé auglýsingabann við lýði. Hvernig ætli standi á því?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur