Fimmtudagur 28.04.2016 - 09:38 - FB ummæli ()

Einokun í umhverfismálum

Fyrir þá sem efast um að skattfé hins opinbera sé vel varið má benda á nýlegt dæmi þar sem ein ríkisstofnun veitir annari verðlaun sem svo aftur splæsir í heilsíðuauglýsingar af stolti.

Allir brosa í bíltúrnum í ÁTVR

Allir brosa í bíltúrnum í ÁTVR

Að þessu sinni eru það einokunarverslanir ríkisins með áfengi sem fá umhverfisverðlaun fyrir að neyða fólk í sérstaka bílferð eftir sopanum.

Einhverjir kunna að eiga erfitt með að skilja hvernig stofnun sem ekki flytur inn vörur, framleiðir ekkert og kyndir með heitu vatni eins og aðrir, hafi náð sérstökum ,,umhverfismarkmiðum í loftslagsmálum“.

Fyrir slíka efasemdarmenn má benda á ársskýrslu stofnunarinnar sem inniheldur greinargóða útskýringu á herlegheitunum, eða þannig…

Spennandi verður að sjá hvort að ÁTVR fái verðlaun fyrir farsælan samkeppnisrekstur frá Viðskiptaráðuneytinu enda viðskiptavinirnir svo ánægðir að þeir fara aldrei annað.Arsskyrsla_2014_pdf

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur