Bréfritara varð það á að kaupa seðlaveski erlendis frá að upphæð $75 með heimsendingarkostnaði inniföldum, samtals kr. 9.150. Við heimkomu beið hinsvegar kr. 4.535 tjón af hendi íslenska ríkisins eða sem nemur um 50% af kaupverðinu.
Vítin eru auðvitað til að varast. Flestir reyna auðvitað að forðast slíkt tjón með því að láta senda vörur í ,,skattaskjól“ á hótelherbergi erlendis og hjálpa þannig stjórnvöldum við að útrýma verslun úr landinu.