Miðvikudagur 04.05.2016 - 09:04 - FB ummæli ()

Félagshyggja í framkvæmd

Félagshyggjumenn hafa ekki farið dult með hrifningu sína af félagshyggjuleiðtoganum Hugo Chavez og stjórnarstefnu þeirri sem framfylgt er í fyrirmyndarríkinu Venezuela. Þannig hefur Ögmundur Jónasson skrfiað pistla undir fyrirsögninni,,Lýðræðissinnar fagna úrslitum í Venezuela“  og ,,Fróðlegur fundur um Venezuela“

12523922_10208503847576012_8910474075717017308_n

Luis Salas – Umsækjandi

Eins og allir vita er vinstri mönnum afar hugleikið hugtakið ,,faglegar mannaráðningar“ þegar kemur að opinberum stöðuveitingum. Þannig útnefndi ,,lýðræðissinninn“ Hugo Chavez rútubílstjóran Maduro sem sinn arftaka. Sá hinn síðarnefndi valdi síðan Luis nokkurn Salas sem ráðherra efnahagsmála. Salas hefur skrifað merkar ritgerðir um verðbólgu (nú um 200% á mánuði) sem að mati ráðherrans er raunverulega ekki til. Hækkandi verðlag er einfaldlega samsæri kapítalista til að arðræna allan kaupmátt af almenningi. Hvernig seljendur vöru og þjónustu eiga að geta hagnast á því að engin geti keypt vörur eða þjónustu hefur líklega verið útskýrt á ,,stór-fróðlegum“ fundum sem Ögmundur og formaður BSRB hafa átt við fulltrúa stjórnvalda í Venezuela. Nýlega upplýst Bloomberg að landið hefur ekki gjaldeyri til að borga fyrir prentun nýrra peningaseðla til að bæta fyrir þá sem eru orðnir verðlausir.

Hæstvirtur Luis Salas - Ráðherra efnahagsmála

Hæstvirtur Luis Salas – Ráðherra efnahagsmála

En eins og félagshyggjumenn réttilega benda á, þá eru peningar jú ekki allt því mikilvægt er að spyrja ,,hvers konar þjóðfélagsgerð vill fólk hafa?“ Sem dæmi má nefna að morð er framið á 21 mínútna fresti og er Venezuela með hæstu morðtíðni allra þjóða – 121 morð pr. 100.000 íbúa í höfuðborginni Caracas (áður en lögregla hætti að halda skrá yfir glæpatíðni) Fleiri hafa látið lífið í Caracas heldur en í Íraksstríðinu svo dæmi sé tekið.

Fyrir þá sem vilja djúpstæða greiningu á vandamálum Venezuela – landi sem á meiri olíu en Saudi Arabía en státar af meiri fátækt en Brasilía – er vert að benda á fréttastofu RÚV þar sem fram kemur að:

Ástæðan fyrir efnahagserfiðleikunum í Venesúela er fyrst og fremst rakin til verðlækkunar á eldsneyti síðustu misserin

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur