Sunnudagur 15.05.2016 - 22:15 - FB ummæli ()

Gjaldþrot sem aldrei varð

The financial crisis of 2007–08, also known as the global financial crisis and the 2008 financial crisis, is considered by many economists to have been the worst financial crisis since the Great Depression of the 1930s

Eitt af því merkilega við einstaklinginn Davíð Oddsson er sú upphafning sem hann nýtur á meðal vinstri manna. Svo hátt er álitið að reiknað hefur verið út að Davíð hafi orsakað kreppuna 2008 nánast einn síns liðs. Með sambærilegum reikniaðferðum fæst sú niðurstaða að Davíð hafi sett Seðlabanka Íslands í gjaldþrot, hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og tengist líklega því að bankinn hafi verið uppiskroppa með blekið í prentvélarnar. Einnig er nokkuð einstakt við umrætt gjaldþrot, að aldrei hefur verið skipaður skiptastjóri og engir kröfuhafar hafa gefið sig fram. Gjaldþrotið telst líka sérstakt með tilliti til þess að eigið fé bankans er 78 milljarðar eftir uppgjör búsins.

Ef fram fer sem horfir mun Seðlabankinn eiga jafnvirði 750 milljarða í erlendum gjaldeyri um næstu áramót. Tilgangur þeirra uppkaupa á gjaleyri er að halda niðri kaupmætti Íslendinga og fylla lundabúðir af lággjalda ferðamönnum. Varlega má áætla að vaxtabyrðin ef þeim sjóði verði í kringum 45 milljarðar á ári og mun það því taka núverandi stjórnendur bankans um 18 mánuði að klára allt eigið fé bankans.

Um slík framtíðarmál þarf auðvitað ekki að fjalla þegar hægt er að velta sér upp úr gjaldþroti sem aldrei var og víst er þetta allt flóknara en að reikna prósentustækkun einnar íbúðar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur