Fimmtudagur 09.06.2016 - 12:21 - FB ummæli ()

,,Við smíðuðum þessa aðferð“

Margir átta sig ekki á að ríki og sveitarfélög eru ekki aðfararhæf, þ.e. ekki nema þau falli sérstaklega frá slíku t.d. með veðsetningu tiltekinna eigna. Þó má ekki veðsetja eigur sem eru samfélginu nauðsynlegar t.d. sjúkrahús.

Þegar menn velta fyrir sér dómgreind þeirra sem á sínum tíma mæltu með Svavarssamningunum virðist sú staðreynd hafa farið framhjá mörgum að Svavar og Indriði féllu sérstaklega frá þessu ákvæði sem hefði þýtt, ef illa hefði farið að eigur íslenska ríkisins, þar með taldar greiðslur til Landsvirkjunar erlendis frá hefðu verið aðfararhæfar.

Í viðtali við Morgunblaðið sagði Svavar að:

Það þarf ekki að skerða hár á höfði velferðarkerfisins næstu sjö árin.

Af vísindavefnum:

Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra hinn 5. júní næstkomandi numið tæpum 208 milljörðum króna, að gefnu óbreyttu gengi punds og evru.

En þá spyrja kanski ýmsir hvort Bretar og Hollendingar hafi ekki einfaldlega þröngvað þessum skilyrðum upp á Svavar og Indriða? Í Morgunblaðsviðtali 8. Júní 2009 leiðréttir Svavar hinsvegar þann misskilning:

Lögfræðingar halda alltaf það sé best að þeir tali saman innbyrðis sem er algjör misskilningur því stundum vita þeir ekkert hvað þeir eru að tala um. Í staðinn var árangurs­ ríkast að ræða við þá sem bjuggu til aðferðina, í þessu tilviki okkur Indriða. Við smíðuðum þessa aðferð sem að lokum varð niðurstaðan og kemur tiltölulega vel út fyrir Ísland. Indriði var auðvitað algjör klettur í þessum viðræðum öllum

WAIVER OF SOVEREIGN IMMUNITY

Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment.
lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or othen¡vise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur