Einhver þrálátasti misskilningur vinstri manna er að misskipting auðs (ekki bara tekna) sé meginástæða þess að hinir efnaminni séu efnaminni. Sú kenning byggir á þeirri grunnforsendu að auður eins sé annars manns tap – að auður sé fasti sem hvorki vex né dragist saman og að ef auður eins aukist, hljóti hann að minnka hjá öðrum.
Engu er líkara en að sögurnar af nískustu önd allra tíma, Jóakim hafi verið lagðar til grundvallar en peningar auð-andarinnar enduðu allir í peningatanki og urðu engum til gagns nema Jóakim til baðferða.
Samt var peningatankur andarinnar í Andabæ en ekki í Karíbahafi.
Sem dæmi þá myndi framangreind bábiljukenning gera ráð fyrir að sú verðmætaukning sem varð á óáþreifanlegum eignum Marc Zuckenberg hafi ollið því að hinir efnaminni í heiminum hafi það verr, óháð því hvort þeir hinir sömu noti eða hafi gagn af samfélagsmiðlinum Facebook nú eða þeim fjármunum sem frumkvöðullinn gefur til góðgerðarmála.
Ljóst er að Píratar eru lengst til vinstri hér á landi með það meginmarkmið að útrýma eignarrétti alfarið og gildir þá einu hvort um er að ræða sköpunarverk einstaklinga í afþreyingariðnaði, hugbúnaði eða öðru því sem í dag nýtur verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrár.
Þetta kalla píratar ,,afnám eigendavalds“ samfara upptöku ,,borgaralauna“ Flokkurinn telur jafnframt að 40-50% atvinnuleysi sé ákjósanlegt.
Eignfærsla fiskveiðikvóta á efnahagsreikning útgerðarfélaga er augljóst hagsmunamál fyrir hluthafa slíkra félaga.
Það sem kallað er ,,þjóðareign“ á kvóta færir hinum almenna borgara hinsvegar ekki neitt enda ekkert sem einstaklingar geta selt, nýtt eða veðsett sjálfum sér eða öðrum til hagsbóta.