Miðvikudagur 05.10.2016 - 10:48 - FB ummæli ()

Kosningaloforð VG

SJS

Líklega á engin flokkur jafn fá kosningaloforð ósvikin eins og VG. Þó er nokkuð víst að loforðin um skattahækkanir verði aldrei svikin. Í kosningaþætti RÚV talaði Steingrímur J. afdráttarlaust að vanda:

Van­ræksla rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Stein­grím­ur sagði Vinstri græna telja það óumflýj­an­legt að afla nokk­urra tuga millj­arða í viðbót í tekj­ur. Það hafi nú­ver­andi rík­is­stjórn van­rækt. Hann talaði meðal ann­ars um að hækka skatta á auðmenn

En Steingrími finnst ekki þörf á að hækka skatta á alla, allavega ekki mengandi stóriðju eins og fram kemur í stórgóðu myndbandi.

Þingskjal 1109 um ívilannir til PCC vegna stóriðju á Bakka Áætlað er að þær ívilnanir sem ríkið veitir til verkefnisins vegna frávika frá sköttum og gjöldum, þ.e. lægra tekjuskattshlutfall og undanþága frá almennu tryggingagjaldi og stimpilgjaldi, geti verið um 100–150 m.kr. á ári eða um 1–1,5 mia.kr. á 10 ára tímabili frá því að starfsemin hefst.

Í umræðu á Alþingi spurði Svandís Svavarsdóttir í tengslum við meinta skattasniðgöngu stóriðjuvera á Íslandi:

Hvers vegna hefur ekkert verið gert til að koma í veg fyrir þetta?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur