Þriðjudagur 17.01.2017 - 09:11 - FB ummæli ()

Sá á fund sem finnur

Er máltæki sem Einar Oddur heitinn taldi að lægi til grundvallar ferðagleði starfsmanna hins opinbera. Um þessar mundir eru 10 embættismenn staddir í  Vín á ráðstefnu um kynjaða hagstjórn, þ.m.t. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en eins og flestir vita eru mannréttindi víða fótum troðin í borginni.

Vafalítið mun fulltrúi Svíþjóðar kynna kynja-snjómokstur en þarlendir samfélagsverkfræðingar þykja vera lengst komnir í að útvíkka sín fræði yfir á hin ólíkustu svið mannlegs lífs. Upphaf kynjaðs snjómoksturs á rætur sínar í uppgötvun kynjafræðinga á að konur notuðu gangstéttar meira en karlar og því bæri að moka gangstéttar fyrst en stofnbrautir síðar.

Á ferð bréfritara í Svíþjóð nýlega var reyndar kvartað nokkuð undan hinum kynjalegum áherslum. Stjórnendur snjómokstursvéla áttu líka erfitt með að skilja hvar kynjaðar áherslur liggja sem skrifast auðvitað á reikning feðraveldisins enda talsverður kynjahalli í greininni.

Ókynjað hefði snjónum líklega verið mokað af hafnarbakkanum í sjóinn en  slíkt gengur ekki undir kynjuðum snjómokstursáherslum.

Ókynjað hefði snjónum líklega verið mokað af hafnarbakkanum í sjóinn en slíkt gengur ekki undir kynjuðum snjómokstursáherslum í Stokkhólmi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur