Laugardagur 04.03.2017 - 15:46 - FB ummæli ()

Einokunarverslun með áfengisflöskur

Einhver brengluðustu rök gegn viðskiptafrelsi með áfengi byggja á þeirri trú sumra að einokunarverslun færi neytendum lægra verð og betra úrval. Oft er vitnað til þess að álagning í verslunum verði mun hærri heldur en rekstrarsnillingar hjá ÁTVR þurfi til að láta enda ná saman.

Fyrir það fyrsta er auðvitað engin arðsemi af rekstri sérverslana sem standa galtómar fram að hádegi á föstudögum flestar vikur. Eins og rakið hefur verið kemur allur hagnaður ÁTVR til vegna heildsölu með tóbak.

Skoðanakannanir virðast sýna að fæstir landsmenn treysta Alþingismönnum til lagasetninga en mun fleiri treysta þeim til að reka smásöluverslanir, hugsanlega í rökréttu samhengi við að þeir sem ekki geti stjórnað eigin neyslu, séu best fallnir til að stjórna neyslu annara.

Ríkisssjóður rekur ekki bara eina einokunarverslun með áfengi heldur tvær. Hin einokunarverslunin er fríhöfnin í Keflavík þar sem áfenginu er stillt upp við hliðina á fílakarmellum. Það er mikil lýðheilsustefna virk í versluninni og hið tvöfalda siðgæði ríkisins um aukið aðgengi að alkóhóli á sér hvergi sterkari birtingarmyndir. Þar geta viðskiptavinir ríkisins gert reyfarakaup á Anthon Berg súkkulaðivíni og borgað kr. 1.699 krónur tollfrjálst í stað 899 kr. í Bónus með tollum og virðisaukaskatti – á sama verði um land allt!

Myndin úr Leifsstöð er tekin 27. febrúar 2017 þegar gengi Evru var kr. 114. Fríhöfnin hinsvegar borgaði kr. 110 til að standa undir nafni. Viðskiptavinir sem borguðu í Evrum, greiddu því í raun kr. 1755 fyrir vínið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur