Fimmtudagur 27.04.2017 - 10:04 - FB ummæli ()

Viltu hagnast?

Nú virðist sem þýskur banki hafi þóst kaupa hlut í Búnaðarbankanum af ríkinu en í raun verið búin að framselja bréfin fyrir kaupin.

Tugþúsundir kotroskinna Íslendinga skráðu sig fyrir bréfum í ríkisbönkunum í hlutafjárútboðunum um aldamótin. Um leið voru margir þeirra búnir að framselja bréfin til óþekktra aðila í gegnum fjármálafyrirtæki og eignuðust hlutabréfin því aldrei nema að nafninu til; ætluðu sér aldrei að taka þátt í framtíðaruppbyggingu bankans, svöruðu einfaldlega í huganum spurningunni ,,viltu hagnast“ með ,,engri áhættu“

Þáverandi Viðskiptaráðherra taldi kennitöluviðskiptin ekki samrýmast stefnu þáverandi ríkisstjórnar en skipti svo um skoðun. Mikill áhugi var fyrir öllum þessum útboðum, 10.734 aðilar skráðu sig fyrir hlut í FBA, 12.200 í Landsbankanum og tæplega 93 þúsund í Búnaðarbankanum, sem var rúmlega þriðjungur þjóðarinnar. Mikil samþjöppun hlutafjár átti sér stað síðan, 25 stærstu hluthafar FBA reyndust eiga 84% hlutafjárs. í Landsbankanum fækkaði hluthöfum um rúmlega 5000 og hluthöfum í Búnaðarbankanum fækkaði um 60 þúsund á sama tímabili.

Það er sjaldan bara einn Óli…..

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur