Í kapítalísku hagkerfi geta hinir ríku orðið áhrifamiklir en í sósíalísku ríki verða hinir áhrifamiklu ríkir. Þannig varð dóttir Hugo Chavez ríkust allra í Venezuela vegna þess að í framkvæmd eru jú alltaf einhverjir jafnari en aðrir.
Þekkt er að Castro lifði í vellystingum, reykti sérframleidda vindla og drakk Vega Sicilia og Cheval Blanc en flaskan af slíkum vínum kosta sem nemur árslaunum verkamanns í Kúbu.
Áður en íslenskir félagshyggjumenn fundu upp lágmarkslaunin streymdu þeir í vinnuferðir til Kúbu þar sem þeir fengu að launum að hlíða á boðskap einræðisherrans Kastró. Engin þörf var að berjast fyrir bættum kjörum á Kúbu, það eitt að upplifa sameiginlega eymd í fyrirmyndarríkinu dugði.
Embættismenn á Kúbu þurfa þó ekki endilega að arðræna samborgara sína til að lifa í vellystingum því margskonar útflutningur er stundaður af embættismönnum frá sælueyjuni, t.d. fíkniefnasmygl um víða veröld.
Nýjasti ríkisiðnaðurinn er svo mannsal sem eins og fram kemur í nýrri skýrslu sem unnin er af samtökunum Cuban Arcive, stendur nú með miklum blóma, reyndar fágæt undantekning á getuleysi kúbönsku stjórnmálastéttarinnar.
Enn hefur ekki komið fram hvort hinn nýi Sósíalistaflokkur Íslands ætli að samsama sig þeim sem fyrir eru, hvort heldur er í Kína, Kúbu eða Norður Kóreu en landsmenn hljóta að bíða spenntir eftir stefnuskránni…..