Fjármálaráðherra er stærsti endursali á snyrtivörum í landinu. Til að geta keppt við innlenda verslun treystir ráðherrann ekki sjálfum sér til að greiða sömu skatta og gjöld og hann rukkar keppinautana um.
Vissulega hetjulegra heldur en þegar kemur að smásölu áfengis því þar líður hið opinbera enga samkeppni, tja nema þá frá hinni rangnefndu ,,Fríhöfn“
Þingmenn eru auðvitað vel upplýstir um skaðsemi fákeppni og einokunar, nema sinnar eigin.