Er máltæki sem Einar Oddur heitinn taldi að lægi til grundvallar ferðagleði starfsmanna hins opinbera. Um þessar mundir eru 10 embættismenn staddir í Vín á ráðstefnu um kynjaða hagstjórn, þ.m.t. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en eins og flestir vita eru mannréttindi víða fótum troðin í borginni.
Vafalítið mun fulltrúi Svíþjóðar kynna kynja-snjómokstur en þarlendir samfélagsverkfræðingar þykja vera lengst komnir í að útvíkka sín fræði yfir á hin ólíkustu svið mannlegs lífs. Upphaf kynjaðs snjómoksturs á rætur sínar í uppgötvun kynjafræðinga á að konur notuðu gangstéttar meira en karlar og því bæri að moka gangstéttar fyrst en stofnbrautir síðar.
Á ferð bréfritara í Svíþjóð nýlega var reyndar kvartað nokkuð undan hinum kynjalegum áherslum. Stjórnendur snjómokstursvéla áttu líka erfitt með að skilja hvar kynjaðar áherslur liggja sem skrifast auðvitað á reikning feðraveldisins enda talsverður kynjahalli í greininni.