Þó að sala Landsbankans á Borgun sé undarleg, ættu landsmenn frekar að velta fyrir sér hvað greiðslumiðlun, sem í eðli sínu er færsla úr einum gagnagrunnsdálki í annan, raunverulega kostar. Kaupmenn eru rukkaðir um heiftarlegt prósentuálag, leigu á posavélum og neytendur borga árgjald fyrir kort osfrv. Rúsínan í pylsuendanum er svo gengismunur upp á kr. 4,30 á hverja Evru með svokölluðu ,,MasterCard gengi“! Greiðslumiðlun ætti að kosta eitthvað meira en að senda tölvupóst en þó vart mikið meira.