Miðvikudagur 03.12.2014 - 10:30 - FB ummæli ()

Nútíma stjórnsýsla

Hin ýmsu embætti hins opinbera keppast við alls kyns ímyndarmál undir formerkjum á borð við grænt bókhald, jafnréttisáætlanir og samfélagslega ábyrgð sem gefa færi á fundum og ráðstefnum, hérlendis og erlendis þar sem opinberir starfsmenn villast um í hugsanaþoku hvers annars. Í barnfóstrusamfélagi félagshyggjunnar þar sem hinar ýmsu stofnanir deila út leyfum til alls milli himins og jarðar, fjalls og fjöru hefur upplýsingatækni ekki náð lengra en á ritvinnslustigið. Hjá hinu opinbera eru engir rafrænir auðkennislyklar, engin tölvupóstsamskipti, uppflettingar nú eða bara símtöl til að fá staðfest ,,gögn“ á borð við kennitölur eða VSK númer. Þeir sem sækja um skulu keyra milli stofnana og fá útprentuð vottorð sem síðan eru stimpluð til þess eins að fara í skjalaskáp hjá næstu stofnun. Á meðan heldur hið opinbera út viðamikilli stefnumótun um upplýsingamál og ræður fleira fólk til að ,,bæta upplýsingagjöf“  og heldur ,,UT“ daga.

opinber stjórnsýsla

Uppfletting á kennitölum- og VSK númerum er ekki framkvæmanleg hjá hinu opinbera.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur