Fimmtudagur 08.03.2018 - 21:27 - FB ummæli ()

Sögurím

Eftir að Sjálfstæðisflokkur galt afhroð í kosningum 1978 komu nokkrir fulltrúar ungliðahreyfingar flokksins að máli við Gunnar Thoroddsen varaformann flokksins um að hann myndi víkja stöðu. Gunnar tók vel í málaleitan ungliðanna að einu atriði uppfylltu, að bætt yrði við í skipulagsreglur flokksins eftirfarandi ákvæði:

Nú hefur formaður flokksins tapað kosningum og skal þá varaformaðurinn víkja.

Ekki reyndist þörf á að ræða þessa tillögu frekar.

Nýlega lagði dómsmálaráðherra fyrir Alþingi nafnalista yfir umsækjendur um dómarastöður að uppfylltu hæfismati og í anda tíðarandans – um jöfn kynjahlutföll sem Alþingi samþykkti án fyrirvara eða athugasemda þann 1. júní 2017. Um var að ræða lítilsháttar breytingu frá lista sem hæfisnefnd sem dómarar í Hæstarétti höfðu valið án rökstuðnings.

Niðurstaða um þriðjungs þingmanna sem oft er tíðrætt um virðingu Alþingis var að þar sem Alþingi hefði þarna tapað málinu þyrfti ráðherrann að víkja.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Arnar Sigurðsson
Talsmaður einstaklingsfrelsis
RSS straumur: RSS straumur