Milton Friedman sagði eitt sinn aðspurður að hann hefði aldrei séð hugmynd að skattalækkun sem honum litist illa á. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra Sjálfstæðisflokksins virðist aldrei geta séð hugmynd að skattahækkun öðru vísi en að lítast vel á. Einu skattalækkanir sem ráðherranum hugnast eru þær sem hún sjálf útdeilir til þess að kaupa sér atkvæði í eigin kjördæmi. Náttúrupassi er einhver versta hugmynd ráðherrans til aukinnar miðstýringar, skattahækkana og útþennslu hins opinbera ef frá eru taldar allar hinar. ,,Gott“ dæmi er fullkomlega galin ákvörðun um íblöndun lífefna í eldsneyti landsmanna sem kostar þjóðarbúið hátt í milljarð á hverju ári, upphæð sem Ragnheiður ætlar sér bara að hækka til að hygla Methanól framleiðanda í eigin kjördæmi.